Færsluflokkur: Menntun og skóli
23.4.2010 | 11:02
Hallgrímur Pétursson
Ég var að læra um Hallgrímur Pétursson.Hallgrímur Pétursson fæddist árið 1614 hann var frægt ljóðskáld til dæmis samdi hann Passíusálmana hann dó árið 1674.
Ég las heimildir og skrifaði um hann í word Síðan átti að gera átti að gera glærukynningu um ævi hans, það átti að fara inn á nams.is og læra nítt í powerpoint ég lærði til dæmis að setja myndirnar í svarthvítt og láta glærurnar birtast á mismunandi hátt.
ég lærði margt um hallgrím til dæmis hvenar hann fæddist starf hans sem prestur og fleira. mér fannst áhugavert að læra um hann því að ég vissi eiginlega ekkert um hann.
23.2.2010 | 14:03
Rúmenía
22.2.2010 | 09:25
Landafræði
Ég var í landafræði og lærði um heimsálfuna Evrópu. Ég lærði t.d um hvað löndin eru stór , hvað margir búa þar, hvað höfuðborgirnar heita og margt fleira. Ég lærði margt sem ég vissi ekki áður. Ég gerði glærur um Rúmeníu af því ég vissi ekkert um það og myndband í photo story um Austurríki af því það er fallegt land. Mér fannst skemmtilegast að gera glærurnar.
Menntun og skóli | Breytt 19.5.2010 kl. 15:54 | Slóð | Facebook
15.12.2009 | 12:56
Verk og list
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook
15.12.2009 | 10:57
Samfélagsfræði
Ég var að læra um árin í Íslandssögunni frá 870 til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var kristnitakan, því það að þorgeir Ljósvetningagoði að ákveða hvort Íslendingar ættu að taka kristna trú eða ekki og það voru mikil stríð um þetta en Þorgeir ljósvetningagoði ákvað að íslendingar skyldu taka kristna trú
Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst skemmtilegastur hét Þorlákur helgi Þórhallsson en hann var biskup í Skálholts biskupdæmi. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er að Þorláksmessu er kennd við hann því hann dó 23. desember.
4.6.2009 | 12:49
Svíþjóð
Við áttum að velja eitt Norðurland til þess að gera annað hvort myndband eða glærur. Ég valdi að gera myndband og ég valdi Svíþjóð vegna þess að ég vissi mikið um það. Og mér fannst gaman að gera myndbandið og það gekk ágætlega vel því að ég þurfti að gera það soldið oft vegna tæknilegra örðugleika en ég er samt ánægð með það.
4.6.2009 | 12:32
Hringekja
Við í 5 og 6 bekk vorum í hringekju og vorum að læra um t.d. barnasáttmála sameinuðuþjóðana, Rauðakrossin, síma og netnotkun og fleira mér fannst þetta gaman.
Við í 5 og 6 vorum í hringekju og vorum að læra t.d um Egyptaland, Martin Luther King, Gandhi og fleira mér fannst þetta ágætt og fræðandi því maður átti að hlusta svo mikið á öllum stöðunum.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook
28.5.2009 | 11:29
Þemavinna
5. 6. og 7. bekkur voru í þemavinnu um 5 heimsálfur og það var skipt í hópa og einn hópur var með eina heimsálfu á hverjum degi. Ég byrjaði á Ástralíu við vorum að mála myndir eins og frumbyggjarnir gerðu í Ástralíu og fleira. Í Norður - Ameríku gerðum við indjánaskraut af því að frumbyggjarnir í Norður - Ameríku voru Indjánar og dans sem hét línudans. Í Asíu fannst mér skemmtilegast að dansa filipiskan þjóðdans sem filipiskar konur kenndu. Í Suður - Ameríku gerðum við vinabönd og máluðum mynd af því sem við vildum en þurfti að tengjast Inkunum. Og í Afríku gerðum við mynd af einhverju afrísku og dönsuðum afrískan dans við fengum líka að smakka banana með kókosmjöli sem þeir í Afríku borða, mér fannst það gott. Mér fannst þetta allt mjög skemmtilegt en mér fannst skemmtilegast að gera vinabönd í Suður- Ameríku en ég lærði margt í þessari viku.
27.5.2009 | 14:03
Heimildaritgerð um hnísu
Ég var að gera heimildaritgerð um hvali. Fyrst fann ég upplýsingar og gerði uppkast síðan skrifaði ég í tölvu og fann myndir á netinu. Það átti að velja sér hval til að skrifa um og ég skrifaði aðallega um hnísu. Mér fannst gaman að skrifa um hvali því ég vissi eigilega ekkert um þá og hér er ritgerðin.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook
5.3.2009 | 13:57
Snorra leikrit
Ég bekkurinn minn var að gera leikrit um æfi Snorra Sturluson. bekkurinn samdi leikritið sjálfur. okkur var skipt í hópa og átti hver hópur að gera handrit úr einum kafla og ég gerði fyrsta kafla. Sumir gerðu leikmuni t.d. sverð, skildi, kyndla, nælur, búninga og fleira dót úr pappír. Ég lék óvin, vinnukonu og konu mér fannst það gaman. Mér fannst þetta fræðandi og skemmtilegt,Við sýndum síðan leikritið fyrir foreldra okkar 3. mars og það gekk mjög vel.